Fréttir um Eyrarrósina
Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina
Eyrarrósin
9 janúar, 2015
Eyrarrósin verður veitt í ellefta sinn í mars næstkomandi, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð og það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005.
Lesa meira
Áhöfnin á Húna hlýtur Eyrarrósina 2014
Eyrarrósin
15 febrúar, 2014
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á starfssvæði Byggðarstofnunnar, var afhent í tíunda sinn við hátíðlega athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag að viðstöddum forseta Íslands og forsetafrú. Það var Dorrit Moussaief forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti viðurkenninguna í Skaftfelli á Seyðisfirði en Skaftfell er handahafi Eyrarrósarinnar 2013.
Lesa meira
Eyrarrósarlistinn 2014 birtur í fyrsta sinn
Eyrarrósin
9 janúar, 2014
Metfjöldi umsókna er í ár til Eyrarrósarinnar, viðurkenningar til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðastofnunar, en fjörutíu og sex fjölbreytt verkefni víða um land sóttu um. Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina
Eyrarrósin
30 september, 2013
Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík veita viðurkenningu til framúrskarandi menningarverkefna í tíunda sinn.
Lesa meira
Skaftfell hlýtur Eyrarrósina 2013
Eyrarrósin
12 mars, 2013
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi er handhafi Eyrarrósarinnar 2013 og veittu aðstandendur þess verðlaununum móttöku við athöfn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú síðdegis.
Lesa meira
Act Alone, Eistnaflug og Skaftfell tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2013
Eyrarrósin
4 mars, 2013
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn þriðjudaginn 12. mars næstkomandi. Í ár verður verðlaunaafhendingin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, og mun á næstu árum fara fram í öllum landshlutum. Aldrei hafa fleiri verkefni sótt um, eða alls 39 talsins.
Lesa meira
Eyrarrósin 2013 - Opnað fyrir umsóknir og samstarfssamningur endurnýjaður
Eyrarrósin
26 nóvember, 2012
Verðlaunaféð hækkað og skrifað undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013.
Lesa meira
Safnasafnið hlýtur Eyrarrósina 2012
Eyrarrósin
18 febrúar, 2012
Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, hlýtur Safnasafnið á Svalbarðsströnd og veittu aðstandendur þess viðurkenningunni móttöku í dag laugardag við athöfn á Bessastöðum.
Lesa meira
Safnasafnið, Sjóræningjahúsið og Við Djúpið
Eyrarrósin
7 febrúar, 2012
Eyrarrósin,
sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður veitt í áttunda sinn á Bessastöðum
laugardaginn 18. febrúar næstkomandi. Þrjú verkefni hafa verið valin úr metfjölda umsókna og hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar
í ár: Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og
tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði.
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina
Eyrarrósin
25 október, 2011
Eyrarrósin er viðurkenning sem er veitt árlega einu
afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og
færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa
sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2021
- janúar
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember