Fréttir um Eyrarrósina
Safnasafnið hlýtur Eyrarrósina 2012
Eyrarrósin
18 febrúar, 2012
Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, hlýtur Safnasafnið á Svalbarðsströnd og veittu aðstandendur þess viðurkenningunni móttöku í dag laugardag við athöfn á Bessastöðum.
Lesa meira
Safnasafnið, Sjóræningjahúsið og Við Djúpið
Eyrarrósin
7 febrúar, 2012
Eyrarrósin,
sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður veitt í áttunda sinn á Bessastöðum
laugardaginn 18. febrúar næstkomandi. Þrjú verkefni hafa verið valin úr metfjölda umsókna og hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar
í ár: Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og
tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði.
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina
Eyrarrósin
25 október, 2011
Eyrarrósin er viðurkenning sem er veitt árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Markmið með Eyrarrósinni er að stuðla að fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.
Lesa meira
Sumartónleikar fengu Eyrarrósina
Eyrarrósin
13 febrúar, 2011
Eyrarrósin 2011, viðurkenning fyrir
afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, kom í hlut Sumartónleika í Skálholtskirkju og veittu aðstandendur þeirra viðurkenningunni
móttöku sunnudaginn 13. febrúar, við athöfn á Bessastöðum.
Lesa meira
Þrjú menningarverkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2011
Eyrarrósin
4 febrúar, 2011
Eyrarrósin,
árleg viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum 13. febrúar næstkomandi og er
það í sjöunda sinn sem hún er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda til Eyrarrósarinnar 2011: 700IS
Hreindýraland á Egilsstöðum, Sumartónleikar í Skálholti og Þórbergssetur á Hala í Suðursveit.
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina
Eyrarrósin
25 október, 2010
Eyrarrósin, viðurkenning sem veitt er árlega einu
afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni, verður afhent í byrjun árs 2011. Af því tilefni er
hér með auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2011. Þetta er í sjötta sinn sem Listahátíð í Reykjavík,
Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa að þessari viðurkenningu.
Lesa meira
Bræðslan hlaut Eyrarrósina 2010
Eyrarrósin
16 febrúar, 2010
Eyrarrósin 2010 kom í hlut
tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og veittu aðstandendur hennar viðurkenningunni móttöku í gær
við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Áskell Heiðar og Magni Ásgeirssynir, forsvarsmenn Bræðslunnar tóku við
viðurkenningunni úr hendi Dorrit Moussaieff, verndara Eyrarrósarinnar.
Lesa meira
Eyrarrósin afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00
Eyrarrósin
9 febrúar, 2010
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent
á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt.
Lesa meira
Eyrarrósin 2010
Eyrarrósin
20 október, 2009
Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega
fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Nýverið var auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2010 og er umsóknarfrestur til og
með 16. nóvember 2009. Smelltu hér til að opna auglýsinguna.
Lesa meira
Landnámssetur Íslands hlaut Eyrarrósina 2009
Eyrarrósin
11 febrúar, 2009
Eyrarrósin 2009 kom í hlut Landnámssetur Íslands í Borgarnesi og veittu aðstandendur þess, þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét
Guðmundsdóttur, viðkenningunni móttöku við hátíðlega athöfn í gær á Bessastöðum. Fjölmennt var við
athöfnina en auk veitingu viðurkenningarinnar, flutti Ólöf Arnalds eigin tónlist við afar góðar undirtektir gesta.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2023
- janúar febrúar
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember