Fréttir
Tvö störf laus til umsóknar hjá Byggðastofnun
Almennt
5 desember, 2014
Vegna aukinna verkefna óskar Byggðastofnun eftir að ráða sérfræðinga annars vegar á fyrirtækjasvið og hins vegar á rekstrarsvið stofnunarinnar.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf á Flateyri
Almennt
28 nóvember, 2014
Á grundvelli bráðabirgðaákvæðis XIII í lögum nr.116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Flateyri í Ísafjarðarbæ, allt að 300 þorskígildistonnum.
Lesa meira
Nýr lánaflokkur - Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna
Almennt
18 nóvember, 2014
Á fundi stjórnar Byggðastofnunar 14. nóvember síðastliðinn var samþykkt að setja á laggirnar sérstakan lánaflokk fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfssvæði stofnunarinnar.
Lesa meira
Stöðugreiningar landshluta 2014
Almennt
17 nóvember, 2014
Stöðugreiningar fyrir hvern landshluta voru gerðar árið 2012 og hafa nú verið uppfærðar með nokkrum viðbótum. Stöðugreiningar landshluta 2014 eru í 11 köflum sem hver hefur nokkra undirkafla þar sem lýst er þróun síðustu ára í nokkrum mikilvægum samfélagsþáttum. Leitast er við að setja upplýsingar fram á myndrænan hátt með stuttum texta.
Lesa meira
Staðsetning þjónustustarfa fyrirtækja uppfærð
Almennt
7 nóvember, 2014
Niðurstaða könnunar sem landshlutasamtök sveitarfélaga hafa unnið í samstarfi við Byggðastofnun hefur verið til kynningar hér á heimasíðu Byggðastofnunar að undanförnu og safnað athugasemdum. Í kjölfarið er hér ný tafla sem sýnir breytta niðurstöðu.
Lesa meira
Ný skýrsla um árangur Norðurslóðaáætlunarinnar árin 2007-2013
Almennt
5 nóvember, 2014
164 nýjar vörur og/eða þjónustur urðu til í tengslum við Norðurslóðaáætlunina 2007-13
Lesa meira
Stuðningur við konur í atvinnurekstri
Almennt
24 október, 2014
Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar sótti fund um stuðning stjórnvalda við fyrirtækjarekstur kvenna sem var haldinn í London dagana 11. og 12. september 2014. Þátttakendur voru frá 13 löndum ásamt starfsfólki frá Evrópuráðinu og EIGE (Evrópsku jafnréttisstofunni). Frá öllum löndunum var einn sérfræðingar frá hinu opinbera og ráðgjafi. Auk Elínar sótti fundinn Lilja Mósesdóttir sem ráðgjafi. Markmið með fundinum var að skiptast á skoðunum um góð verkefni og vinnulag við að styrkja fyrirtækjarekstur kvenna og til að auka sameiginlega þekkingu á milli þátttökulanda. Verkefninu er ætlað að einblína á raunhæfar mælingar á stefnu og á raunhæf verkefni sem eru til staðar og tilfærslu þeirra til annarra landa.
Lesa meira
Staðsetning starfa ríkisins
Almennt
9 október, 2014
Að undanförnu hafa landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög í samstarfi við Byggðastofnunar kannað staðsetningu ríkisstarfa. Könnunin er uppfærsla á annarri könnun sem Byggðastofnun gerði 1994 og var þá liður í undirbúningi fyrir stefnumótandi byggðaáætlun 1994-1997. Uppfærsluna og samanburðinn má sjá á bls. 43-47 í Stöðugreiningu 2013, fylgiriti með stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017, sem sækja má á heimasíðu Byggðastofnunar.1 Þessa uppfærslu jók Byggðastofnun við á árinu 2014 þannig að hún nær til allra stofnana ríkisins og hlutafélaga sem ríkið á að meirihluta og til þéttbýlisstaða á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
Norðurslóðaáætlunin auglýsir eftir umsóknum um styrki
Almennt
1 október, 2014
Hámarksstærð verkefna er 2 milljónir evra og er styrkur er háður a.m.k. 40% mótframlagi umsóknaraðila, en styrkur til fyrirtækja er háður 50% mótframlagi. Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem er til þess fallin að bæta atvinnulíf, búsetu og/eða auka öryggi íbúa á norðurslóðum.
Lesa meira
Byggðastofnun og AVS á Íslensku sjávarútvegssýningunni
Almennt
30 september, 2014
Byggðastofnun og AVS sjóðurinn voru með bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Fífunni í Kópavogi 18.-20. september sl. Þetta var í fyrsta skiptið sem Byggðastofnun tekur þátt en sýningin hefur verið haldin á þriggja ára fresti frá árinu 1984. Um 14.000 manns koma á sýninguna og 500 fyrirtæki kynntu starfsemi sína. Margir kíktu í heimsókn í básinn og fræddust um stofnunina og AVS sjóðinn.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember